Motocaddy golfkerrur
Rafmagnskerrurnar frá Motocaddy halda áfram að auka við vinsældirnar enda fá þær virkilega flotta dóma.
Við bjóðum upp á nokkrar tegundir af rafmagnskerrunum; M1 DHC, M5 GPS DHC, M-Tech GPS og M7 Remote og eru þær allar með sjálfvirka bremsu í niðurhalla (DHC-Downhill Control) og rafbremsu á handfangi. Kerrurnar koma með 36 holu liþíum rafhlöðu.
Auk þess bjóðum við upp á CUBE golfkerruna sem er einstaklega lipur og létt og tekur sérlega lítið pláss samanbrotin.
Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni okkar https://www.vegaljos.is/products/golf

Motocaddy app
Motocaddy GPS golfvallaforritið er virkilega flott og tilvalið að setja í símann. Þar eru yfir 40 þúsund golfvellir um víða veröld og hægt er að sækja það frítt í Apple Store eða Google Play.



GPS fjarlægðarforritið er einfalt í notkun og hægt að sjá hverja braut fyrir sig, lengd að holu og torfærur framan og aftan við flötina.
Nánari upplýsingar hér
Einnig hægt að lesa umsögn hérna
M5 GPS DHC rafmagnskerra
M5 GPS DHC rafmagnskerran frá Motocaddy er fyrsta kerran með innbyggðu GPS og snertiskjá (3.5″). Það er auðvelt að sjá á skjáinn í alls konar veðri og einfalt að stjórna við ýmsar aðstæður, jafnvel með hanska.
Yfir 40.000 golfvellir með fjarlægðarmælingu að flöt; fremst, miðju og aftast, auk torfæru.
36 holu rafhlaða (28V) með 5 ára ábyrgð.
Nánari upplýsingar í síma 863 1850 eða tölvupósti skuli@vegaljos.is
Sjá einnig á vefsíðu https://www.vegaljos.is/product/m5-gps-dhc


Motocaddy golfkerrur
Vinsældir Motocaddy golfkerrana halda áfram að aukast og við eigum von á næstu sendingu í júlí. M1 DHC rafmagnskerran hefur verið langvinsælust og verður það ábyggilega áfram. Ný kerra kom á markað síðasta vetur, M-TECH sem hefur heldur betur slegið í gegn enda glæsileg í alla staði. Hún er svört með krómi og leðri á handföngum. Þá kemur á markað ný rafmagnskerra með innbyggðu GPS og snertiskjá, M5 GPS DHC.
Það er óhætt að segja að kerrurnar hafa stoppað stutt við hjá okkur en við höldum áfram að taka við pöntunum og því tilvalið að senda póst á lilja@vegaljos.is til tryggja sér eintak í næstu sendingu.
Allar upplýsingar um kerrurnar má finna á vefsíðunni vegaljos.is. Einnig er tilvalið að fylgjast með okkur á Facebook síðunni golfsidan.is
Grip á golfkylfur
Það eru margir að láta skoða gripin á kylfunum sínum þessa dagana og skipta um ef þarf. Það er góður tími núna að skoða hvort tími er kominn á að skipta um. Við tökum vel á móti ykkur og afgreiðum fljótt og vel. Alltaf frí ásetning.
Um að gera að hafa samband í síma 863 1850 eða senda póst á skuli@vegaljos.is ⛳️
Ecco ferðapokinn
Ferðapokinn frá Ecco er léttur og lipur og hjólin undir pokanum gera hann þægilegri í meðförum. Pokinn er bólstraður þannig að hann hlífir golfkylfunum vel og er alveg kjörinn utan um golfsettið á ferðalögum.
Nánari upplýsingar í tölvupósti skuli@vegaljos.is eða í síma 863 1850.