Spakmæli kylfinga
Þau eru ófá spakmælin sem hinir ýmsu kylfingar hafa látið frá sér. Ánægjulegt þegar fólk getur haft húmorinn í lagi og ekki síst að geta gert grín að sjálfum sér.
Lee Trevino er einn þeirra sem hefur látið ýmislegt flakka:
Hvernig geta þeir unnið mig? Ég hef fengið í mig eldingu, farið í tvo bakuppskurði og skilið tvisvar.
~Lee Trevino um möguleika sína að vinna Opna breska 1983.