Motocaddy golfkerrur
Vinsældir Motocaddy golfkerrana halda áfram að aukast og við eigum von á næstu sendingu í júlí. M1 DHC rafmagnskerran hefur verið langvinsælust og verður það ábyggilega áfram. Ný kerra kom á markað síðasta vetur, M-TECH sem hefur heldur betur slegið í gegn enda glæsileg í alla staði. Hún er svört með krómi og leðri á handföngum. Þá kemur á markað ný rafmagnskerra með innbyggðu GPS og snertiskjá, M5 GPS DHC.
Það er óhætt að segja að kerrurnar hafa stoppað stutt við hjá okkur en við höldum áfram að taka við pöntunum og því tilvalið að senda póst á lilja@vegaljos.is til tryggja sér eintak í næstu sendingu.
Allar upplýsingar um kerrurnar má finna á vefsíðunni vegaljos.is. Einnig er tilvalið að fylgjast með okkur á Facebook síðunni golfsidan.is