Grip á golfkylfur
Nú er góður tími til að huga að því hvort skipta þurfi um grip á golfkylfunum. Við bjóðum upp á úrval gripa; Winn, Lamkin, Puregrips, Golf pride, Rosemark, Egigo og Ping.
Hafið samband fyrir nánari upplýsingar í tölvupósti skuli@vegaljos.is eða í síma 863 1850.
Motocaddy slær í gegn
Þeim fjölgar ört ánægðum eigendum Motocaddy golfkerranna og nú eigum við til M1 Pro DHC og S3 Pro rafmagnskerrur auk ýmissa fylgihluta.
Þá við fengum við loksins nokkrar Motocaddy Cube golfkerrur aftur en þær seldust strax upp eftir að þær komu á markað í haust.
Nánari upplýsingar í síma 863 1850 eða í tölvupósti skuli@vegaljos.is
Ecco ferðapokinn er tilvalinn í golfferðina
Vorum að fá nýja sendingu af Ecco ferðapokanum og spáum því að hann rati í nokkra jólapakka í ár.
Ferðapokinn frá Ecco er léttur og lipur, það eru fjögur hjól undir pokanum sem gerir hann þægilegri í meðförum. Pokinn er bólstraður þannig að hann hlífir golfkylfunum vel og er alveg kjörinn utan um golfsettið á ferðalögum.
Nánari upplýsingar í tölvupósti skuli@vegaljos.is eða í síma 863 1850.
Jólagjöf golfarans
Vorum að fá sendingu af vinsælu Motocaddy rafmagnskerrunum auk ýmissa fylgihluta.
Motocaddy M1 Pro DHC rafmagnskerran er allt í senn; flott, lipur og fyrirferðarlítil. Hún er með mótorbremsu og stærri rafhlöðu.
Motocaddy S3 Pro rafmagnskerran er einföld og tæknileg – býður upp á mælingu á högglengd, tímamælingu o.fl.
Nokkrar tegundir af golfpokum og ýmsum fylgihlutum; s.s. regnhlíf, lúffur, handklæði og fleira.
Motocaddy er ekki bara með rafmagnskerrur og eru nýju Motocaddy golfkerrurnar líka rosalega flottar, ein þeirra er að vísu uppseld en við munum panta aftur fyrir jól og því hægt að bæta við fleiri pöntunum af öllum Motocaddy vörunum fyrir 1. desember.
Vinsamlega hafið samband við Skúla í síma 863 1850 eða í tölvupósti skuli@vegaljos.is til að fá nánari upplýsingar.
Motocaddy S3 Pro rafmagnskerra
S3 Pro rafmagnskerran býður upp á skemmtilega möguleika, m.a. hægt að mæla högglengd, leikhraða, tíma fyrir boltaleit o.fl.
Kerran er einföld í notkun og vegur aðeins 9 kg og leggst auðveldlega saman. Sjá nánar

Skjár með hárri upplausn

S3 Pro er glæsileg rafmagnskerra frá Motocaddy

Leggst auðveldlega saman
Motocaddy golfpokar
Motocaddy golfpokarnir eru léttir og liprir með fínum hólfum og smellpassa á Motocaddy golfkerrurnar.
Sérstök festing „EASILOCK™“ til að setja undir pokann fylgir með og þannig smellur pokinn í Motocaddy golfkerruna.
Endilega hafið samband í tölvupósti skuli@vegaljos.is eða í síma 863 1850.
Sérpöntum einnig fleiri tegundir og tekur afgreiðslan yfirleitt um 2 vikur.
Motocaddy rafmagnskerra
Motocaddy er ein vinsælasta rafmagnskerran og nú bjóðum við upp á nýjustu útgáfuna af þessari frábæru kerru, Motocaddy M1 Pro DHC.
DHC stendur fyrir „Downhill Control“ og hefur þau áhrif að kerran heldur eðlilegum hraða þótt farið sé niður halla.
Lithium rafhlaðan er nú með 5 ára ábyrgð. Rafhlaðan getur dugað 36 holur en við mælum alltaf með því að hún sé hlaðin á milli golfhringja.
Afgreiðslutími fyrir kerruna er að jafnaði u.þ.b. tvær vikur.
Vinsamlega hafið samband við Skúla í síma 863 1850 eða í tölvupósti skuli@vegaljos.is til að fá nánari upplýsingar.
Fylgstu með okkur á Facebook – og það er einnig tilvalið að deila síðunni eða myndum eftir því sem við á.
Heimilið og garðurinn
Við verðum á sýningunni Heimilið og garðurinn í Smáranum nú um helgina og kynnum vörur okkar og þjónustu – hlökkum til að sjá sem flesta þar 🙂
Sjá nánar www.heimilidoggardurinn.is/
Bollar
Tíglamynstrið á einstaklega vel við kylfinga 🙂
Þessir skemmtilegu bollar fást í Hole in One, Bæjarlind 14.

Fæddur til að stunda golf – Neyddur til að stunda vinnu.

Golf er auðveldur leikur … það er bara erfitt að spila það.