Sarpur | Kylfingar RSS for this section

Jólagjöf golfarans

Vorum að fá sendingu af vinsælu Motocaddy rafmagnskerrunum auk ýmissa fylgihluta.

Motocaddy M1 Pro DHC rafmagnskerran er allt í senn; flott, lipur og fyrirferðarlítil. Hún er með mótorbremsu og stærri rafhlöðu.

Motocaddy S3 Pro rafmagnskerran er einföld og tæknileg – býður upp á mælingu á högglengd, tímamælingu o.fl.

Nokkrar tegundir af golfpokum og ýmsum fylgihlutum; s.s. regnhlíf, lúffur, handklæði og fleira.

Motocaddy er ekki bara með rafmagnskerrur og eru nýju Motocaddy golfkerrurnar líka rosalega flottar, ein þeirra er að vísu uppseld en við munum panta aftur fyrir jól og því hægt að bæta við fleiri pöntunum af öllum Motocaddy vörunum fyrir 1. desember.

Vinsamlega hafið samband við Skúla í síma 863 1850 eða í tölvupósti skuli@vegaljos.is til að fá nánari upplýsingar.

Mynd1

Motocaddy golfpokar

Motocaddy golfpokarnir eru léttir og liprir með fínum hólfum og smellpassa á Motocaddy golfkerrurnar.

Sérstök festing „EASILOCK™“ til að setja undir pokann fylgir með og þannig smellur pokinn í Motocaddy golfkerruna.

Endilega hafið samband í tölvupósti skuli@vegaljos.is eða í síma 863 1850.

Sérpöntum einnig fleiri tegundir og tekur afgreiðslan yfirleitt um 2 vikur.

Sjá nánar

Motocaddy rafmagnskerra

Motocaddy er ein vinsælasta rafmagnskerran og nú bjóðum við upp á nýjustu útgáfuna af þessari frábæru kerru, Motocaddy M1 Pro DHC.
DHC stendur fyrir „Downhill Control“ og hefur þau áhrif að kerran heldur eðlilegum hraða þótt farið sé niður halla.

Lithium rafhlaðan er nú með 5 ára ábyrgð. Rafhlaðan getur dugað 36 holur en við mælum alltaf með því að hún sé hlaðin á milli golfhringja.

Afgreiðslutími fyrir kerruna er að jafnaði u.þ.b. tvær vikur.

Vinsamlega hafið samband við Skúla í síma 863 1850 eða í tölvupósti skuli@vegaljos.is til að fá nánari upplýsingar.

Sjá nánar hér 

m1-pro-banner-motocaddy

 

Heimilið og garðurinn

Við verðum á sýningunni Heimilið og garðurinn í Smáranum nú um helgina og kynnum vörur okkar og þjónustu – hlökkum til að sjá sem flesta þar 🙂

Sjá nánar www.heimilidoggardurinn.is/

Bollar

Tíglamynstrið á einstaklega vel við kylfinga 🙂

Þessir skemmtilegu bollar fást  í Hole in One, Bæjarlind 14.

Bolli - tíglamynstur og spakmæli

Fæddur til að stunda golf – Neyddur til að stunda vinnu.

Bolli - tíglamynstur og spakmæli

Golf er auðveldur leikur … það er bara erfitt að spila það.

Golfdagur á Korpúlfsstöðum 18. mars

Golfdagur í skammdeginu er haldinn 18. mars á Korpúlfsstöðum. Boðið verður upp á fyrirlestra og fyrirtæki kynna vörur sína og þjónurtu. Aðgöngumiði gildir sem happdrætti . Allir velkomnir að mæta og styðja við unglingastarfið hjá GR.

Við verðum á staðnum 🙂

Fróðleikur

Höfum tekið saman nokkrar sögur úr golfíþróttinni og bætum við nýjum öðru hvoru enda af nógu að taka í þessari skemmtilegu íþrótt 🙂

Golf á tunglinu
Í maímánuði árið 1961 varð Alan Shephard Jr. fyrstur Bandaríkjamanna til að fara út í geiminn. Hann setti annað met tíu árum síðar þegar hann stýrði Apollo 14 í fyrstu tunglferðinni.  Nánar>

Golf og golfbílar 
Bandaríska golfsambandið (US PGA) bannar kylfingum sem spila á PGA mótunum að nota golfbíla. Þeir segja að ganga völlinn sé órjúfandi hluti af leiknum.  Nánar>

Golfíþróttin í upphafi
Í upphafi drottnuðu Skotar yfir skipulögðu golfi. Fyrsti golfklúbburinn, The Honourable Company of Edinburgh Golfers var stofnaður árið 1744.   Nánar>

Ævintýrið um Babe Zaharias
Án efa ein fremsta íþróttakona tuttugustu aldarinnar, Mildred Ella Didrickson Zaharias var fædd í Texas árið 1911 af norskum ættum.  Nánar>

Morris feðgarnir
Tom Morris eldri og Tom Morris yngri voru í einni frægustu fjölskyldu golfsins.  Nánar>

Undir 60
Fyrir alla kylfinga er það í raun fjarlægur draumur að ná skori á 59 höggum á venjulegum golfvelli.  Nánar>

Þú átt leik herra forseti
Það er löng hefð fyrir því að bandarískir forsetar stundi golf, með mismunandi árangri. Það eru aðeins fjórir forsetar á síðustu öld sem léku ekki golf.  Nánar>

Opna bandaríska, Philadelphia Country Club, 1939
Sam Snead náði aldrei að vinna Opna bandaríska mótið, en hann gæti hafa gert það ef hann hefði ekki misreiknað sig á mótinu árið 1939.  Nánar>

Glettinn golfari

Gaman að sjá svona snillinga leika sér 🙂

Spakmæli kylfinga

Þau eru ófá spakmælin sem hinir ýmsu kylfingar hafa látið frá sér. Ánægjulegt þegar fólk getur haft húmorinn í lagi og ekki síst að geta gert grín að sjálfum sér.

Lee Trevino er einn þeirra sem hefur látið ýmislegt flakka:

Hvernig geta þeir unnið mig? Ég hef fengið í mig eldingu, farið í tvo bakuppskurði og skilið tvisvar.
~Lee Trevino um möguleika sína að vinna Opna breska 1983.

Sjá fleiri spakmæli

Bóndadagur

Tilvalið að færa bóndanum kort í tilefni Bóndadagsins 🙂

Íslensk gjafakort með golfmyndum og spakmælum – sjá sölustaði

Gjafakort - golfmyndir og spakmæli

%d bloggurum líkar þetta: