Fróðleikur

Arnold Palmer gegn Jack Nicklaus árið 1960
Hinn 31 árs Arnold Palmer mætti ferskur eftir annan sigur sinn á Masters  á Opna bandaríska mótið 1960. En er kom að lokahring mótsins var hann sjö höggum á eftir Mike Souchak, fimm á eftir Ben Hogan og fjórum höggum á eftir hinum ljóshærða, tvítuga áhugamanni að nafni Jack Nicklaus.  Nánar>

Frægra manna golf
Þekktar stjörnur sem spila golf, svo sem Jack Nicholson og Alice Cooper (báðir með einnar tölu forgjöf) Willie Nelson (sem á sinn eigin golfvöll í Texas), Neil Young, Bob Dylan, Joe Pesci, Smokey Robinson, Meat Loaf, Madonna, Dennis Hopper, Lou Reed, Samuel L. Jackson, Will Smith og Sly Stallone á meðal margra annarra.  Nánar>

Golf á tunglinu
Í maímánuði árið 1961 varð Alan Shephard Jr. fyrstur Bandaríkjamanna til að fara út í geiminn. Hann setti annað met tíu árum síðar þegar hann stýrði Apollo 14 í fyrstu tunglferðinni. Eftir að hafa verið í einn og hálfan dag á yfirborði tunglsins við að safna grjóti og vinna við vísindarannsóknir, tók Alan fram samanbrjótanlegt 6-járn og sló tvo bolta. Nánar>

Golf og golfbílar 
Bandaríska golfsambandið (US PGA) bannar kylfingum sem spila á PGA mótunum að nota golfbíla. Þeir segja að ganga völlinn sé órjúfandi hluti af leiknum. Snemma árs 1998 fór hinn efnilegi Casey Martin, en hann var verulega fatlaður á fótum sem gerði honum ókleift að ganga jafnvel stutta leið, fram á það við dómstóla að fá leyfi til að nota golfbíl við keppni á öðru Nike Tour mótinu sem fellur undir lögsögu US PGA.  Nánar>

Golfíþróttin í upphafi
Í upphafi drottnuðu Skotar yfir skipulögðu golfi. Fyrsti golfklúbburinn, The Honourable Company of Edinburgh Golfers var stofnaður árið 1744. Upphaflegu golfreglurnar voru þrettán að tölu og voru skilgreindar af The Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews, sem var stofnaður árið 1754.  Nánar>

Ævintýrið um Babe Zaharias
Án efa ein fremsta íþróttakona tuttugustu aldarinnar, Mildred Ella Didrickson Zaharias var fædd í Texas árið 1911 af norskum ættum. Sem íþróttaundur á unga aldri fékk hún viðurnefnið ‚Babe‘ eftir hornaboltastjörnunni Babe Ruth, fyrir hæfileika hennar að slá hornaboltann úr augsýn.  Nánar>

Morris feðgarnir
Tom Morris eldri og Tom Morris yngri voru í einni frægustu fjölskyldu golfsins. Tom Morris eldri ólst upp á heimili golfsins, St. Andrews í Skotlandi, þar sem hann 18 ára að aldri var ráðinn til Allan Robertson við að framleiða fjaðragolfbolta. Þeir tveir voru líka golffélagar, mynduðu ósigrandi félagsskap í áskorendamótum þess tíma.  Nánar>

Undir 60
Fyrir alla kylfinga er það í raun fjarlægur draumur að ná skori á 59 höggum á venjulegum golfvelli. Sá sem var fyrst skráður með skor undir 60 var Sam Snead á hinu óopinbera Greenbrier Classic móti árið (hvað annað?) 1959.  Nánar>

Þú átt leik herra forseti
Það er löng hefð fyrir því að bandarískir forsetar stundi golf, með mismunandi árangri. Það eru aðeins fjórir forsetar á síðustu öld sem léku ekki golf. Hér í réttri tímaröð eru þeir forsetar sem léku golf á síðustu öld.  Nánar>

Opna bandaríska, Philadelphia Country Club, 1939
Sam Snead náði aldrei að vinna Opna bandaríska mótið, en hann gæti hafa gert það ef hann hefði ekki misreiknað sig á mótinu árið 1939. Hann var fimm ráshópum á undan helsta keppinaut sínum þegar kom að lokaholunni. Nánar>

%d bloggurum líkar þetta: