Arnold Palmer gegn Jack Nicklaus í Opna bandaríska mótinu á Cherry Hills golfvellinum 1960

Hinn 31 árs Arnold Palmer mætti ferskur eftir annan sigur sinn á Masters  á Opna bandaríska mótið 1960. En er kom að lokahring mótsins var hann sjö höggum á eftir Mike Souchak, fimm á eftir Ben Hogan og fjórum höggum á eftir hinum ljóshærða, tvítuga áhugamanni að nafni Jack Nicklaus. Fyrir lokahringinn var hann búinn að reikna það út ef næði að fara á 65 höggum myndi hann vinna. Þegar blaðamaður efaðist um þetta í spurningu til hans, svaraði Arnold: „65 myndi gefa mér 280 og 280 vinnur Opna“.

Arnold sló 315 metra langt teighögg af fyrsta teig og fékk fugl á fyrstu holu, fugl á næstu þremur holum og var á 30 höggum eftir fyrstu níu. Á meðan dalaði lukka Mikes og Jack var aðeins á pari. Í fylgd með sínum litríku aðdáendum, svokölluðu „Arnie´s her“ slakaði Arnold aðeins á og lék seinni níu á 35 höggum, nákvæmlega eins og hann hafði spáð, og vann mótið. Ben missti þannig af því að vinna sinn tíunda titil á stórmóti með því að leika á sex og sjö á sautjándu og átjándu, á meðan Jack Nicklaus endaði tveimur höggum á eftir Arnie, í öðru sæti. Ben sagði síðan um Jack: Ég spilaði í dag 36 holur með strák sem hefði átt að vinna þetta mót með tíu höggum. Jack gerðist síðan fljótlega atvinnumaður og keppni hans við Arnold var bara rétt að byrja.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: