Frægra manna golf
Allar rokksveitir sem ég þekki, strákar með sítt hár og tattú, spila golf.
-Alice Cooper
Þekktar stjörnur sem spila golf, svo sem Jack Nicholson og Alice Cooper (báðir með einnar tölu forgjöf) Willie Nelson (sem á sinn eigin golfvöll í Texas), Neil Young, Bob Dylan, Joe Pesci, Smokey Robinson, Meat Loaf, Madonna, Dennis Hopper, Lou Reed, Samuel L. Jackson, Will Smith og Sly Stallone eru á meðal margra annarra.
Aðeins eldri kynslóð, bresku grínistarnir Jimmy Tarbuck og Bruce Forsyth og þáttastjórnandinn Michael Parkinson eru þekktir fyrir ást sína á golfinu. Einnig í Ameríku voru þeir Bing Crosby, Bob Hope, Groucho Marx, Jack Lemmon, Howard Hughes og WC Fields kunnir fyrir ástúð sína á golfinu.
Leikarinn og skemmtikrafturinn úr Caddyshack myndinni Bill Murray tekur enn þátt í Pro/Am mótunum, sértaklega á Pebble Beach Pro/Am mótinu, þar sem þátttaka hans er vel metin af áhorfendum. Fyrrum borgarstjóri nágrannabæjarins Carmel, Clint Eastwood spilar golf og tekur þátt í þessu móti. Talandi um leikara og stjórnmálamenn, Arnold Schwarzenegger fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu hefur gaman af því að fara stöku sinnum í golf. Að lokum einn af tuttugstu aldar táknmyndum sem þótti svalur, var áhugasamur um golf ef marka má mynd sem sýnir Che Guevara klæddan í herbúning sinn, sveiflandi 5 járni.