Golf á tunglinu

Í maímánuði árið 1961 varð Alan Shephard Jr. fyrstur Bandaríkjamanna til að fara út í geiminn. Hann setti annað met tíu árum síðar þegar hann stýrði Apollo 14 í þriðju tunglferðinni. Eftir að hafa verið í einn og hálfan dag á yfirborði tunglsins við að safna grjóti og vinna við vísindarannsóknir, tók Alan fram samanbrjótanlegt 6-járn og sló tvo bolta.

Íklæddur geimfarabúningi með þykka hanska, en  með aðstoð aðdráttarafls tunglsins sem er sexfalt minna en á jörðinni, flaug seinni boltinn að hans sögn mílu eftir mílu eftir mílu (síðar stytt í um 190 metra).

Golfreglunefnd R&A sendi honum eftirfarandi símskeyti: „Innilegar hamingjuóskir til þín og félaga þinna með árangursríka ferð og örugga heimkomu. Vinsamlega taktu tillit til golfsiða varðandi umgengni, 6. málsgrein, tilvitnun: Leikmenn ættu að gæta þess að allar holur eða fótspor eftir þá í glompu séu jöfnuð vandlega áður en þeir yfirgefa hana, tilvitnun lýkur.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: