Golf og golfbílar
Bandaríska golfsambandið (US PGA) bannar kylfingum sem spila á PGA mótunum að nota golfbíla. Þeir segja að ganga völlinn sé órjúfandi hluti af leiknum.
Snemma árs 1998 fór hinn efnilegi Casey Martin, en hann var verulega fatlaður á fótum sem gerði honum ókleift að ganga jafnvel stutta leið, fram á við dómstóla að fá leyfi til að nota golfbíl við keppni á öðru Nike Tour mótinu sem fellur undir lögsögu US PGA. Casey vann málið og hélt til leiks og vann fyrsta Nike Tour mótið árið 1998. Hann varð umsvifalaust frægur og gerði stuttu seinna samning við fata- og skóframleiðandann Nike um að vera hluti af auglýsingaherferð sem kallaðist „Ég get“.