Morris feðgarnir

Tom Morris eldri og Tom Morris yngri voru í einni frægustu fjölskyldu golfsins. Tom Morris eldri ólst upp á heimili golfsins, St. Andrews í Skotlandi, þar sem hann 18 ára að aldri var ráðinn til Allan Robertson við að framleiða fjaðragolfbolta. Þeir tveir voru líka golffélagar, mynduðu ósigrandi félagsskap í áskorendamótum þess tíma. Þeir urðu ósáttir um kynningu á nýja ‚gutty‘ boltanum sem Robertson hafnaði. Morris flutti sig til Prestwick Golf Club á vesturströnd Skotlands þar sem hann varð vallarstjóri árið 1851. Það var þar sem Morris átti mikilvægan hlut að máli við að setja á fót fyrsta Opna meistaramótið, fyrirrennara þess sem átti eftir að verða eitt glæsilegasta golfmót heimsins, þekkt í dag sem Opna breska.

Morris byrjaði fyrsta mótið sem uppáhald allra en endaði í öðru sæti á eftir Willie Park eldri. Morris hélt áfram og vann fjórum sinnum Opna meistaramótið, síðast árið 1867, 46 ár a að aldri. Hann endaði líka í öðru sæti þrisvar sinnum og endaði fimmti 1881 þegar hann var sextugur. Hann tók þátt í þessu móti þar til hann varð 75 ára.

Árið 1865 flutti hann aftur til St. Andrews þar sem hann var vallarstjóri til ársins 1905. Hann lést fjórum árum seinna 87 ára að aldri.

Old Tom Morris and Young

Tom Morris eldri og yngri

Tom Morris varð þekktur sem Gamli-Tom þegar yngsti sonur hans byrjaði að sýna einstaka golfhæfileika. Tom Morris eða Ungi-Tom, fór að lokum fram úr afrekum föður síns á stuttum en sérstökum ferli sem kom honum í raðir eins mesta golfspilara sem hafði sést í íþróttinni. Í annað skiptið sem hinn ungi Tom tók þátt í Opna meistaramótinu árið 1867 endaði hann í fjórða sæti og ári seinna kom hann aftur og vann mótið, sem og varð fyrstur að ná holu í höggi í sögu þessa móts. Hann vann aftur 1869 og aftur 1870, árið sem árangur hans varð 149 högg, meistaramótsmet og líka vallarmet upp á 47, veitti honum sigur upp á 12 högg. Þrír sigrar í röð hjá unglingnum veitti hinum unga Tom sjálfsagðan eignarétt á Meistaramótsbeltinu.

Mótinu var frestað næsta ár vegna hönnunar á nýjum verðlaunagrip, hinum eftirsótta Claret Jug, verðlaunagrip sem enn er notaður í dag. Árið 1872 kom hinn ungi Tom aftur og vann Meistaramótið fjórða skiptið í röð. Því miður lést Tom 24 ára að aldri, að sagt er með brostið hjarta, fáum mánuðum eftir að heittelskuð eiginkona hans lést af barnsförum.

%d bloggurum líkar þetta: