Opna bandaríska, Philadelphia Country Club, 1939
Sam Snead náði aldrei að vinna Opna bandaríska mótið, en hann gæti hafa gert það ef hann hefði ekki misreiknað sig á mótinu árið 1939. Hann var fimm ráshópum á undan helsta keppinaut sínum þegar kom að lokaholunni.
Þetta var í þá daga þegar engin upplýsingaskilti voru á vellinum og Sam hélt að hann þyrfti fugl á síðustu holunni til að vera öruggur um að vinna mótið. Í raun þurfti hann bara að fá par. Teighöggið á átjándu var slæmt og fór beint í kargann. Með brautartré sló hann annað högg og náði aðeins í brautarglompu um um hundrað metra frá flötinni. Þriðja högg sleikti brúnina á glompunni og boltinn var áfram í sandinum, fjórða högg flaug yfir flötina og inn í áhorfendahópinn. Hann vippaði inn á flöt og þrípúttaði fyrir átta, sem útilokaði hann frá umspili við Craig Wood, Denny Shute og Byron Nelson, þar sem Nelson vann.
Sam sagði seinna að hann hefði aldrei tekið svona heimskulegt annað högg hefði hann ekki haldið að hann yrði að fá fugl.