Þú átt leik herra forseti

Það er löng hefð fyrir því að bandarískir forsetar stundi golf, með mismunandi árangri. Það eru aðeins fjórir forsetar á síðustu öld sem léku ekki golf. Hér í réttri tímaröð eru þeir forsetar sem léku golf á síðustu öld.

  • William Howard Taft (1909-1913) – Þrátt fyrir þyngd sína upp á um 150 kg þá gat Taft spilað hringinn á undir 90, þrátt fyrir að mittismál hans væri þvílíkt að kylfusveinninn hans yrði að tía upp fyrir hann. Hann notaði alltaf „Schenectady“ pútter sem var með svokallaðri miðjufestingu, en hann var bannaður á mótaröðinni. Eitt skiptið afboðaði hann fund með forseta Chile þar sem hann heyrðist tuldra: „Andskotinn hafi það að ég fresti golfinu til að hitta þennan náunga“. Fyrrum forseti, Theodore Roosevelt, ráðlagði honum frá því að leika golf þar sem hann áleit það einungis fyrir kjána.
  • Woodrow Wilson (1913-1921) – Þótt Wilson byrjaði seint að leika golf þá var hann ákafur kylfingur, spilaði allt að sex sinnum í viku. Hann notaði rauðan bolta í snjónum. Hann sagði eitt sinn: „Þegar þú ert að spila, getur þú ekki verið með áhyggjur og upptekinn af öðru.“ Hann var hins vegar algerlega vonlaus kylfingur, spilaði hringinn oftast á 120 höggum.
  • Warren Harding (1921-1923) – Hann var forfallinn fjárhættuspilari sem veðjaði sig í gegnum völlinn þar sem ráðsmaður hans færði honum viskí og sóda á fárra holna fresti.
  • Calvin Coolidge (1923-1929) – Eins og Wilson þá var Coolidge vonlaus á golfvellinum þótt hann hefði ekki sömu ástríðu fyrir leiknum og Wilson.
  • Franklin D. Roosvelt (1933-1945) – Hæfileikaríkur kylfingur og högglangur. Roosevelt varð að hætta golfi þegar hann fékk lömunarveikina 39 ára gamall. Reyndar sá hann yfir 250 golfvelli byggjast í forsetatíð sinni.
  • Dwight Eisenhower (1953-1961) – Annar sem byrjaði seint í golfi, en Eisenhower lét útbúa púttflöt í garðinum hjá Hvíta húsinu og spilaði yfir 800 leiki í forsetatíð sinni. Hann spilaði oft á Augusta (einu sinni á 79) og bað um að hátt furutré sem stóð á miðri 17. braut yrði fellt þar sem boltinn hans fór alltaf í það. Tréð stendur enn og hefur fengið viðurnefnið „Tréð hans Ike“. Með vini sínum Arnold Palmer er Eisenhower talið það til tekna að innleiða golf sprengjuna sem varð á fimmta og sjötta áratugnum.
  • John F. Kennedy (1961-1963) – Bestur af félögunum var Kennedy sem lék golf fyrir Harvard Freshmen háskólann og spilaði undir 80. Hann forðaðist að láta sjá sig of mikið á golfvellinum því eins og hann var, maður venjulega fólksins þá gat hann ekki látið tengja sig við íþrótt ríka fólksins. Hann var nú enginn sérfræðingur í að aka golfbíl, velti golfbíl einu sinni á mjórri brú á Palm Beach Country Club og stakkst á kaf í tjörnina. Mörgum árum eftir lát hans voru kylfurnar hans boðnar upp og fengust 700,000 dollarar fyrir þær.
  • Lyndon Johnson (1963-1969) – Annar lélegur golfari. Johnson spilaði eitt sinn við Eisenhower sem vann fyrstu 17 holurnar en Johnson þá síðustu. Hann var vanur að rölta um völlinn og hugsaði yfirleitt ekkert um að skrá skor sitt.
  • Richard Nixon (1969-1964) – Nógu góður til að vinna Eisenhower einu sinni. Nixon notaði golfbolta með forsetamerkinu og nafni sínu í gjafir og eftir afsögn sína var haft eftir honum að golf hefði bjargað lífi hans. Varaforseti hans Spiro Agnew var villingur á vellinum. Á Bob Hope Desert Classic 1971 sló hann boltann í þrjá áhorfendur í fyrstu tveim skotunum sínum. Hann gafst þá upp þann daginn.
  • Gerald Ford (1974-1977) – Sem góður íþróttamaður á yngri árum þá var Ford ágætur kylfingur með skor um 85 þó að hann gæti verið mjög skapstór eins og sást þegar hann sló drævernum í teigboxið eftir slæmt upphafshögg. Upphafshöggin hans voru svo villt að áhorfendur urðu að vara sig. Eins og Bob Hope lýsti einu sinn „Gerald Ford gerði golfið að snertiíþrótt“.
  • Ronald Reagan (1981-1990) – Upp á sitt besta var Reagan með 12 í forgjöf. Það er til fræg ljósmynd af honum tekin 1985 að æfa púttið um borð í forsetaflugvélinni Air Force One.
  • George Bush (1989-1993) – Hann var sonur Prescott Bush sem eitt sinn var forseti USGA. Bush gat spilað undir 80 og einu sinni á 1993 Doug Sanders Celebrity Classic lenti teighöggið hans í höfði varaforsetans Dan Quayle. Bush spilaði við Bill Clinton og Gerald Ford í fyrstu umferð á Bob Hope Classic árið 1995 og vann Clinton með einu höggi og Ford með átta höggum.
  • Bill Clinton (1993-2001) – Á yngri árum sínum í Arkansas var Clinton kylfusveinn og hefur spilað undir 80. Í forsetatíð sinni var hann vel þekktur fyrir fjölda „mulligans og gef mér“ sem hann tók sér í leik og var stundum sakaður um vangetu í því að telja högg. Hann rölti um völlinn og var ekki óalgengt að það tæki hann fimm tíma að spila hring.
  • George W. Bush (2001-2009) – Með forgjöf upp á 15 þá var Bush með mjúka sveiflu en stutta spilið hans var lélegt. Honum þótti gaman að spila hraðgolf, klára hringinn á innan við tveimur tímum. Á Ryder Cup 1999 þegar bandaríska liðið var að tapa 10-6 eftir annan dag mótsins, þá las hann þeim bréf sem Colonel William Barrett Travis hafði skrifað er hann var umkringdur Mexíkóum við Alamo virkið og endar á „Sigur eða dauði“. Þeir unnu bikarinn.
%d bloggurum líkar þetta: