Undir 60

Fyrir alla kylfinga er það í raun fjarlægur draumur að ná skori á 59 höggum á venjulegum golfvelli. Sá sem var fyrst skráður með skor undir 60 var Sam Snead á hinu óopinbera Greenbrier Classic móti árið (hvað annað?) 1959.

Fyrsti atvinnumaðurinn til að ná skráðu skori upp á 59 högg á US atvinnumótaröðinni var Al Geiberger 10. júní 1977 í Thomas Memphis Classic keppninni á Colonial Country Club vellinum. Verið var að laga brautirnar og gat Geiberger lyft boltanum og hreinsað hann. Skorkortið sýndi 11 fugla, einn örn og 23 pútt. Þetta skor var að lokum jafnað af Chip Beck í Las Vegas árið 1991 og aftur af David Duval árið 1999 í Bop Hope Classic mótinu, þar sem Duval lék seinni níu á 28 höggum.

Annika Sörenstam varð fyrsta konan á LPGA mótaröðinni til að ná skori upp á 59 högg, á 2001 Standad Register Ping mótinu, þar sem hún einnig lék seinni níu á 28 höggum. Lægsta skráða skor á löngum velli í Bretlandi er 58 högg og á það breski Ryder Cup spilarinn Harry Weetman á hinum 5642 metra langa Croham Hurst Course vellinum í Croydon, Surrey hinn 30. janúar 1956. Í Bandaríkjunum á Shigeki Maruyama líka skor upp á 58 í úrtökumótinu fyrir Opna US á Woodmont Country Clubb vellinum í Washington, DC, fjórum mánuðum eftir skor Duval upp á 59.

%d bloggurum líkar þetta: