Motocaddy S3 Pro rafmagnskerra
S3 Pro rafmagnskerran býður upp á skemmtilega möguleika, m.a. hægt að mæla högglengd, leikhraða, tíma fyrir boltaleit o.fl.
Kerran er einföld í notkun og vegur aðeins 9 kg og leggst auðveldlega saman. Sjá nánar

Skjár með hárri upplausn

S3 Pro er glæsileg rafmagnskerra frá Motocaddy

Leggst auðveldlega saman
Motocaddy golfpokar
Motocaddy golfpokarnir eru léttir og liprir með fínum hólfum og smellpassa á Motocaddy golfkerrurnar.
Sérstök festing „EASILOCK™“ til að setja undir pokann fylgir með og þannig smellur pokinn í Motocaddy golfkerruna.
Endilega hafið samband í tölvupósti skuli@vegaljos.is eða í síma 863 1850.
Sérpöntum einnig fleiri tegundir og tekur afgreiðslan yfirleitt um 2 vikur.
Motocaddy rafmagnskerra
Motocaddy er ein vinsælasta rafmagnskerran og nú bjóðum við upp á nýjustu útgáfuna af þessari frábæru kerru, Motocaddy M1 Pro DHC.
DHC stendur fyrir „Downhill Control“ og hefur þau áhrif að kerran heldur eðlilegum hraða þótt farið sé niður halla.
Lithium rafhlaðan er nú með 5 ára ábyrgð. Rafhlaðan getur dugað 36 holur en við mælum alltaf með því að hún sé hlaðin á milli golfhringja.
Afgreiðslutími fyrir kerruna er að jafnaði u.þ.b. tvær vikur.
Vinsamlega hafið samband við Skúla í síma 863 1850 eða í tölvupósti skuli@vegaljos.is til að fá nánari upplýsingar.
Merkingar á golfkylfur
Það getur borgað sig að merkja golfkylfurnar og við bjóðum upp á límmiða sem einfalt er að setja á golkylfurnar. Örkin er með 14 límmiðum og er áprentun innifalin í verðinu, aðeins kr. 3.490,-
Pantanir og upplýsingar í tölvupósti lilja@vegaljos.is
Vinsælir golfboltar
Callaway Supersoft er án efa vinsælasti golfboltinn hjá okkur og nú er gott tækifæri að panta sérmerkta golfbolta enda tilvalið í afmælis- eða jólapakkann. Afgreiðslutíminn er einungis 2-3 dagar að jafnaði. Það gæti þó breyst aðeins þegar nær dregur jólum og því gott að vera tímanlega.
Sjá nánar á vefsíðunni
Merktir golfboltar
Golfboltar með persónulegri merkingu eru vinsælir til gjafa. Lágmarkspöntun er 12 stk. og afgreiðslutími er að jafnaði 2-3 dagar. Sendið fyrirspurnir eða ósk um tilboð í netfang lilja@vegaljos.is.