Spakmæli

Öruggasti staðurinn er að vera á miðri braut.
~Joe Garagiola um hvar sé best fyrir áhorfendur að vera þegar Stjörnugolf fer fram.

Þú hlýtur að vera ríkur með svona sveiflu.
~Bob Hope um glæsilega sveiflu Bing Crosby.

Hann slær boltann 130 metra en skartgripirnir fara 150 metra.
~Bob Hope um leikhæfileika Sammy Davies Jr.

Ef þú heldur að það sé erfitt að kynnast nýju fólki, reyndu þá að taka upp vitlausan bolta.
~Jack Lemmon.

Hann spilar eins og verkalýðsleiðtogi. Hann semur um lokaskorið.
~Bob Hope um að spila golf við George Meany.

Ég vil gjarnan neita öllum ásökunum Bob Hope um að síðast þegar ég lék golf, hafi ég hitt örn, fugl, dádýr og elg.
~Gerald Ford

Lyf eru stór þáttur í íþróttaheiminum í dag, en ef maður hugsar um það, þá er golf eina íþróttin sem manni er ekki refsað fyrir að vera á grasi.
~Bob Hope

Ég myndi spila á hverjum degi ef ég gæti það. Það er ódýrara en sálfræðingur og það er enginn sími í golfpokanum mínum.
~Brent Musburger

Ef þú ferð undir 100, gættu að golfleiknum þínum. Ef þú ferð undir 80, gættu að vinnunni þinni.
~Joey Adams

Ég á golfinu allt að þakka. Hvar annars staðar myndi maður eins og ég með mína greindarvísitölu þéna svona mikla peninga.
~Hubert Green

Ég reyni að vera frekar auðmjúkur. Ef ég gengi um segjandi við alla hversu góður ég er, færi allt á verri veg.
~Johnny Miller

Ef það væri ekki fyrir golfið þá veit ég ekki hvað ég væri að gera. Ef greindarvísitalan mín væri tveimur stigum lægri væri ég planta einhvers staðar.
~Lee Trevino

Michelob þegar sólin kemur upp og Skoti þegar sólin sest.
~Roger Maltbie um uppáhaldsdrykki sína.

Það er gott að þurfa ekki að nota falsaða nafnskírteinið lengur.
~Phil Mickelson þegar hann varð 21 árs.

Það gæti verið verra, ég gæti haft ofnæmi fyrir bjór.
~Greg Norman um að hafa ofnæmi fyrir grasi.

Auðvelt. Ég hitti ekki 7 metra pútt fyrir 12.
~Arnold Palmer spurður hvernig hann fór að því að fara eina holuna á 13.

Ef Bolt hefði haus á öxlunum hefði hann verið besti kylfingur sem væri til.
~Ben Hogan um hræðilega skapsmuni Tommy Bolt.

Hvernig geta þeir unnið mig? Ég hef fengið í mig eldingu, farið í tvo bakuppskurði og skilið tvisvar.
~Lee Trevino um möguleika sína að vinna Opna breska 1983.

Ég skil þetta ekki! Ég var meira að segja með svitalyktareyði og allt.
~Marlene Hagge eftir að hafa haft fimm kylfusveina sama daginn í móti.

Ef ég þyrfti ráð frá kylfusveininum mínum, þá væri hann að slá boltann og ég að bera kylfupokann.
~Bobby Jones spurður um hversu mikið hann reiði sig á ráð frá kylfusveini sínum.

Er ég einhvern tíma ósammmála honum um leikaðferðina? Aldrei, nema þegar hann hefur rangt fyrir sér.
~Gary Nicklaus, kylfusveinn föður síns.

Aldrei að taka upp bolta sem er á hreyfingu.
~Jack Nicklaus spurður hvaða ráð hann gæfi kylfusveinum.

Þú ættir að vera söngvari maður, þú ert með fætur eins og kanarífugl.
~Segir Chi Chi Rodriguez við kylfusvein sinn sem var klæddur í stuttbuxur og hnésokka.

%d bloggurum líkar þetta: