Tag Archive | Fróðleikur

Golfdagur á Korpúlfsstöðum 18. mars

Golfdagur í skammdeginu er haldinn 18. mars á Korpúlfsstöðum. Boðið verður upp á fyrirlestra og fyrirtæki kynna vörur sína og þjónurtu. Aðgöngumiði gildir sem happdrætti . Allir velkomnir að mæta og styðja við unglingastarfið hjá GR.

Við verðum á staðnum 🙂

Frægra manna golf

Þekktar stjörnur sem spila golf, svo sem Jack Nicholson og Alice Cooper (báðir með einnar tölu forgjöf) Willie Nelson (sem á sinn eigin golfvöll í Texas), Neil Young, Bob Dylan, Joe Pesci, Smokey Robinson, Meat Loaf, Madonna, Dennis Hopper, Lou Reed, Samuel L. Jackson, Will Smith og Sly Stallone eru á meðal margra annarra.  Nánar >

Sjá fleiri sögur undir Fróðleikur

Fróðleikur

Höfum tekið saman nokkrar sögur úr golfíþróttinni og bætum við nýjum öðru hvoru enda af nógu að taka í þessari skemmtilegu íþrótt 🙂

Golf á tunglinu
Í maímánuði árið 1961 varð Alan Shephard Jr. fyrstur Bandaríkjamanna til að fara út í geiminn. Hann setti annað met tíu árum síðar þegar hann stýrði Apollo 14 í fyrstu tunglferðinni.  Nánar>

Golf og golfbílar 
Bandaríska golfsambandið (US PGA) bannar kylfingum sem spila á PGA mótunum að nota golfbíla. Þeir segja að ganga völlinn sé órjúfandi hluti af leiknum.  Nánar>

Golfíþróttin í upphafi
Í upphafi drottnuðu Skotar yfir skipulögðu golfi. Fyrsti golfklúbburinn, The Honourable Company of Edinburgh Golfers var stofnaður árið 1744.   Nánar>

Ævintýrið um Babe Zaharias
Án efa ein fremsta íþróttakona tuttugustu aldarinnar, Mildred Ella Didrickson Zaharias var fædd í Texas árið 1911 af norskum ættum.  Nánar>

Morris feðgarnir
Tom Morris eldri og Tom Morris yngri voru í einni frægustu fjölskyldu golfsins.  Nánar>

Undir 60
Fyrir alla kylfinga er það í raun fjarlægur draumur að ná skori á 59 höggum á venjulegum golfvelli.  Nánar>

Þú átt leik herra forseti
Það er löng hefð fyrir því að bandarískir forsetar stundi golf, með mismunandi árangri. Það eru aðeins fjórir forsetar á síðustu öld sem léku ekki golf.  Nánar>

Opna bandaríska, Philadelphia Country Club, 1939
Sam Snead náði aldrei að vinna Opna bandaríska mótið, en hann gæti hafa gert það ef hann hefði ekki misreiknað sig á mótinu árið 1939.  Nánar>

Spakmæli kylfinga

Þau eru ófá spakmælin sem hinir ýmsu kylfingar hafa látið frá sér. Ánægjulegt þegar fólk getur haft húmorinn í lagi og ekki síst að geta gert grín að sjálfum sér.

Lee Trevino er einn þeirra sem hefur látið ýmislegt flakka:

Hvernig geta þeir unnið mig? Ég hef fengið í mig eldingu, farið í tvo bakuppskurði og skilið tvisvar.
~Lee Trevino um möguleika sína að vinna Opna breska 1983.

Sjá fleiri spakmæli

Golfreglurnar – Spurt og svarað nr.1

Alltaf gott að rifja upp reglurnar:

Spurning: Leikmaður sem á að slá fyrst af teig heldur að bolti sinn sé utan brautar, tíar strax upp og tilkynnir varabolta. Er þetta rétt?

Svar: Rangt, regla 10-3

Athugasemd: Varabolta á að slá eftir að aðrir í ráshópnum hafa slegið sína bolta.

Spurning: Í höggleik þar sem Jóna lyftir bolta sínum á braut til að þekkja hann gefur hún andstæðingi sínum ekki færi á að fylgjast með. Jóna fær eitt högg í víti. Rétt eða rangt?

Svar: Rétt, regla 12-2

Athugasemd: Jóna verður að tilkynna meðspilurum sínum ætlun sína að merkja og lyfta bolta. Hún má þá lyfta bolta og athuga hvort hann sé hennar, miðað við að meðspilarar fylgist með.

Spurning: Tí má vera 12,7 cm langt miðað við að minnst 2,5 cm sé ofan í jörðinni. Rétt eða rangt?

Svar: Rangt, skilgreining um tí.

Athugasemd:
Tí má ekki vera lengra en 10,16 cm.

Spurning: Ef leikmaður í höggleik skilar skorkorti sínu með hærri höggafjölda en er í raun, fær hann þá frávísun. Rétt eða rangt?

Svar: Rangt, regla 6-6d

Athugasemd: Ef leikmaður skilar skorkorti með hærri höggafjölda en hann raunverulega lék, þá stendur staðan sem er á skorkortinu, þ.e. því hefur verið skilað.

Golfpressan.is

Matur og næring

Ýmislegt gagnlegt á golfpressan.is

Stífleiki í liðum, slitgigt, liðagigt og verkir tengdir liðum eru algeng vandamál meðal kylfinga. Hér fer listi af næringarríkum og hollum matvælum sem geta haft veruleg og jákvæð áhrif á verki tengda liðum.

Sjá nánar

Æfingar fyrir og eftir golfhring

Hér má finna nokkrar góðar æfingar fyrir kylfinga á pdf skjali.

Smellið á linkinn hér fyrir neðan.

golf upphitun og teygjur

%d bloggurum líkar þetta: