Motocaddy golfpokar
Motocaddy golfpokarnir eru léttir og liprir með fínum hólfum og smellpassa á Motocaddy golfkerrurnar.
Sérstök festing „EASILOCK™“ til að setja undir pokann fylgir með og þannig smellur pokinn í Motocaddy golfkerruna.
Endilega hafið samband í tölvupósti skuli@vegaljos.is eða í síma 863 1850.
Sérpöntum einnig fleiri tegundir og tekur afgreiðslan yfirleitt um 2 vikur.
Heimilið og garðurinn
Við verðum á sýningunni Heimilið og garðurinn í Smáranum nú um helgina og kynnum vörur okkar og þjónustu – hlökkum til að sjá sem flesta þar 🙂
Sjá nánar www.heimilidoggardurinn.is/
Bollar
Tíglamynstrið á einstaklega vel við kylfinga 🙂
Þessir skemmtilegu bollar fást í Hole in One, Bæjarlind 14.

Fæddur til að stunda golf – Neyddur til að stunda vinnu.

Golf er auðveldur leikur … það er bara erfitt að spila það.
Bollar
Tilvalið í tækifærisgjafir.
Fást í Golfskálanum, Mörkinni; Hole in One, Bæjarlind og Garðheimum í Mjódd.
Nánari upplýsingar í tölvupósti.

25012 - I Love Golf

25010 - Hjarta

25011 - I Love Golf
Jólakort, gjafakort og bollar
Minnum á jólakort og merkispjöld með golfmyndum. Einnig gjafakortin vinsælu og nýju bollana með áprentuðum vatnslitamyndum og spakmælum.

Kort með golfmyndum

Bolli með golfmynd og spakmæli

Bolli með golfmynd og spakmæli

Merkispjöld á jólapakkana

Jólakort – golfmyndir
Í jólapakkann
Skemmtilegir bollar fyrir kylfinga – vatnslitamynd og spakmæli 🙂
Hægt að panta með tölvupósti eða í síma 863 1850 (Skúli)
Frægra manna golf
Þekktar stjörnur sem spila golf, svo sem Jack Nicholson og Alice Cooper (báðir með einnar tölu forgjöf) Willie Nelson (sem á sinn eigin golfvöll í Texas), Neil Young, Bob Dylan, Joe Pesci, Smokey Robinson, Meat Loaf, Madonna, Dennis Hopper, Lou Reed, Samuel L. Jackson, Will Smith og Sly Stallone eru á meðal margra annarra. Nánar >
Sjá fleiri sögur undir Fróðleikur
Fróðleikur
Höfum tekið saman nokkrar sögur úr golfíþróttinni og bætum við nýjum öðru hvoru enda af nógu að taka í þessari skemmtilegu íþrótt 🙂
Golf á tunglinu
Í maímánuði árið 1961 varð Alan Shephard Jr. fyrstur Bandaríkjamanna til að fara út í geiminn. Hann setti annað met tíu árum síðar þegar hann stýrði Apollo 14 í fyrstu tunglferðinni. Nánar>
Golf og golfbílar
Bandaríska golfsambandið (US PGA) bannar kylfingum sem spila á PGA mótunum að nota golfbíla. Þeir segja að ganga völlinn sé órjúfandi hluti af leiknum. Nánar>
Golfíþróttin í upphafi
Í upphafi drottnuðu Skotar yfir skipulögðu golfi. Fyrsti golfklúbburinn, The Honourable Company of Edinburgh Golfers var stofnaður árið 1744. Nánar>
Ævintýrið um Babe Zaharias
Án efa ein fremsta íþróttakona tuttugustu aldarinnar, Mildred Ella Didrickson Zaharias var fædd í Texas árið 1911 af norskum ættum. Nánar>
Morris feðgarnir
Tom Morris eldri og Tom Morris yngri voru í einni frægustu fjölskyldu golfsins. Nánar>
Undir 60
Fyrir alla kylfinga er það í raun fjarlægur draumur að ná skori á 59 höggum á venjulegum golfvelli. Nánar>
Þú átt leik herra forseti
Það er löng hefð fyrir því að bandarískir forsetar stundi golf, með mismunandi árangri. Það eru aðeins fjórir forsetar á síðustu öld sem léku ekki golf. Nánar>
Opna bandaríska, Philadelphia Country Club, 1939
Sam Snead náði aldrei að vinna Opna bandaríska mótið, en hann gæti hafa gert það ef hann hefði ekki misreiknað sig á mótinu árið 1939. Nánar>
Spakmæli kylfinga
Þau eru ófá spakmælin sem hinir ýmsu kylfingar hafa látið frá sér. Ánægjulegt þegar fólk getur haft húmorinn í lagi og ekki síst að geta gert grín að sjálfum sér.
Lee Trevino er einn þeirra sem hefur látið ýmislegt flakka:
Hvernig geta þeir unnið mig? Ég hef fengið í mig eldingu, farið í tvo bakuppskurði og skilið tvisvar.
~Lee Trevino um möguleika sína að vinna Opna breska 1983.