Tag Archive | Golfreglur

Golfreglurnar – Spurt og svarað nr.1

Alltaf gott að rifja upp reglurnar:

Spurning: Leikmaður sem á að slá fyrst af teig heldur að bolti sinn sé utan brautar, tíar strax upp og tilkynnir varabolta. Er þetta rétt?

Svar: Rangt, regla 10-3

Athugasemd: Varabolta á að slá eftir að aðrir í ráshópnum hafa slegið sína bolta.

Spurning: Í höggleik þar sem Jóna lyftir bolta sínum á braut til að þekkja hann gefur hún andstæðingi sínum ekki færi á að fylgjast með. Jóna fær eitt högg í víti. Rétt eða rangt?

Svar: Rétt, regla 12-2

Athugasemd: Jóna verður að tilkynna meðspilurum sínum ætlun sína að merkja og lyfta bolta. Hún má þá lyfta bolta og athuga hvort hann sé hennar, miðað við að meðspilarar fylgist með.

Spurning: Tí má vera 12,7 cm langt miðað við að minnst 2,5 cm sé ofan í jörðinni. Rétt eða rangt?

Svar: Rangt, skilgreining um tí.

Athugasemd:
Tí má ekki vera lengra en 10,16 cm.

Spurning: Ef leikmaður í höggleik skilar skorkorti sínu með hærri höggafjölda en er í raun, fær hann þá frávísun. Rétt eða rangt?

Svar: Rangt, regla 6-6d

Athugasemd: Ef leikmaður skilar skorkorti með hærri höggafjölda en hann raunverulega lék, þá stendur staðan sem er á skorkortinu, þ.e. því hefur verið skilað.

Golfpressan.is

%d bloggurum líkar þetta: